Greining og meðferð gigtarsjúkdóma
563-1000
Breytt þjónusta vegna COVID-19
Vegna yfirlýsingar Almannavarna um neyðarástand, og í kjölfar þess hert samkomubann og tilmæli sóttvarnarlæknis um frestun allra læknisheimsókna sem þola bið í 8 vikur hef ég ákveðið að sjá aðeins þá sjúklinga sem eru með bráð vandamál sem krefjast inngripa eða nánara mats þegar í stað.
Þess í stað mun ég bjóða símtöl og/eða myndfundi til þess að tryggja að allir mínir sjúklingar hafi aðgang að eftirliti og geti fengið þeim spurningum svarað sem þeir vilja. Til þess að bóka myndfund er smellt á hlekk á forsíðunni. Til þess að panta viðtal í síma er hringt í skiptiborð Domus Medica.
Ef þú hefur fengið SMS þar sem fram kom að tíminn þinn hefði verið afbókaður getur þú fengið nýjan tíma í gegnum síma eða fjarfund með því að nota möguleikana á forsíðu.
Athygli skal vakin á því að gjald er tekið fyrir alla ráðgjöf sem veitt er í gegnum síma eða myndfund, nema í undantekningartilfellum. Gjaldskráin á forsíðu inniheldur allar upplýsingar um gjald fyrir þjónustu. Athugið að fleiri en einn gjaldliður getur átt við þjónustu sem veitt er í síma eða í gegnum myndfund í hvert skipti og leggjast þeir þá saman.
Athugið að Sjúkratryggingar Íslands taka takmarkaðan og oft engan þátt í kostnaði einstaklinga vegna símaviðtala og/eða myndfunda, svo sem þegar einstaklingur sem ekki hefur verið hjá mér áður vill fá ráðgjöf. Þegar svo stendur á leggst allur kostnaður því miður á skjólstæðinginn.