Greining og meðferð gigtarsjúkdóma
563-1000

UM ÞORVARÐ
Þorvarður lauk námi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2000 og fékk lækningaleyfi að loknu kandídatsári 2001. Hann starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu, Hjartadeild Landspítala og Ónæmisfræðideild Landspítala til ársins 2004 þegar hann hóf sérfræðinám í Boston.
Hann lauk sérnámi í gigtarlækningum frá Harvard háskólasjúkrahúsinu Brigham and Women's árið 2010 og útskrifaðist sama vor með meistaragráðu í rannsóknarvísindum frá læknadeild Harvard háskóla.
Þorvarður hlaut sérfræðiviðurkenningu í gigtarlækningum frá Landlækni árið 2010 og hefur starfað við gigtarlækningar á Íslandi síðan. Hann lauk doktorsprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2013 og er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir á Vísindadeild Landspítala og sinnir bæði vísindarannsóknum og kennslu.
Helsta áhugasvið Þorvarðar í rannsóknum er sóragigt, og þá sérstaklega áhættuþættir sóragigtar.